Bifreið mæld á 201 km á Reykjanesbraut
Í nótt kl. 02:56 mældu lögreglumenn svarta BMW bifreið á 201 km hraða á Reykjanesbraut við enda tvöföldunarinnar vestan megin en hámarkhraði þar er 90 km. BMW bifreiðinni var ekið í vesturátt og gáfu lögreglumenn ökumanninum merki, með bláum aðvörunarljósum lögreglubifreiðarinnar, um að stöðva.
Ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu heldur hélt áfram á ofsahraða. Lögreglumenn hófu eftirför en hættu henni nokkru síðar þar sem þeir misstu sjónar af bifreiðinni.
Lögreglu bárust nokkrar vísbendingar um bifreiðina og er unnið að rannsókn málsins.
Ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu heldur hélt áfram á ofsahraða. Lögreglumenn hófu eftirför en hættu henni nokkru síðar þar sem þeir misstu sjónar af bifreiðinni.
Lögreglu bárust nokkrar vísbendingar um bifreiðina og er unnið að rannsókn málsins.