Bifreið hafnaði utan vegar
Bifreið hafnaði utan vegar á Grindavíkurvegi í dag að því er fram kemur í fréttasíma Lögreglunnar í Keflavík. Engin slys urðu á fólki og er útafaksturinn rakinn til hálku. Hálka eða hálkublettir eru víða á vegum í nágrenni Reykjavíkur, um Suðurland, á Vestur- og Norðurlandi og víða á heiðum. Vegagerðin vekur athygli vegfarenda á því að veður fer kólnandi og því getur hálka myndast nánast fyrirvaralaust.