Bifreið hafnaði á grindverki
Nokkuð harður árekstur var um hádegisbil á mótum Hringbrautar og Faxabrautar í Reykjanesbæ. Önnur bifreiðin kastaðist á grindverk á gatnamótunum og fór langleiðina inn í garðinn við húsið. Bifreiðarnar eru báðar töluvert skemmdar.
Myndin: Frá árekstrinum á gatnamótum Hringbrautar og Faxabrautar. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.