Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Bifreið brann til kaldra kola á Reykjanesbraut
Laugardagur 11. febrúar 2006 kl. 20:56

Bifreið brann til kaldra kola á Reykjanesbraut

Rúmlega sjö í morgun var tilkynnt til lögreglu að eldur væri laus í bifreið á Reykjanesbraut skammt vestan við Kúagerði.

Líklegt er að ökumaður bifreiðarinnar hafi sofnað í akstri austur Reykjanesbraut og lenti bifreiðin upp á vegriði, sem er við mislægu gatnamótin vestan við Kúagerði.

Eldur kom upp í bifreiðinni og brann hún til kaldra kola og er ónýt. Þrír voru í bifreiðinni og komust út í tæka tíð.

Ökumaður bifreiðarinnar fékk smá brunasár á andliti.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024