Bifhjólaslys á Hafnargötu
Ökumaður bifhjóls var fluttur á Heilbrigðisstofnunar á fimmta tímanum eftir að umferðaróhapp á Hafnargötu í Reykjanesbæ til móts við verslun 10-11. Ökumaðurinn er í skoðun á þessari stundu þannig að ekki liggur fyrir hversu alvarleg meiðsl hans eru. Hann var með meðvitund.
Bifreið var ekið í veg fyrir bifhjólið og missti ökumaður þess stjórn á því, ók á gangstéttarbrún og skall í götuna.
VF-mynd/elg