Sunnudagur 18. júlí 2010 kl. 17:05
				  
				Bifhjólamaður sviptur fyrir ofsaakstur
				
				
				Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í gærmorgun ökumann bifhjóls sem mældist á 173 km hraða á Reykjanesbraut við Hvassahraun. Hámarkshraði á veginum er 90 km á klst. Ökumaðurinn var færður á lögreglustöð þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.
