Biðu hátt í klukkustund eftir að komast út af varnarsvæðinu
Þó nokkrar tafir urðu á umferð útaf Varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli fyrir verslunarmannahelgina. Sérstaklega bar á töfum á miðvikudag og fimmtudag í síðustu viku og þurftu margir hverjir að bíða upp undir klukkustund eftir því að komast frá vinnustað sínum á Keflavíkurflugvelli og út fyrir Aðalhliðið. Samkvæmt upplýsingum Víkurfrétta var aukið eftirlit vegna verslunarmannahelgarinnar og leitað í bílum.„Þeir hafa án efa verið að leita að smygli eins og áfengi. Menn sem voru í þeim hugleiðingum að koma áfengi útaf Vellinum voru hins vegar löngu búnir að því. Svoleiðis gerir maður ekki í vikunni fyrir verslunarmannahelgi,“ sagði viðmælandi Víkurfrétta.
Myndin: Bílaröð í Aðalhliði Keflavíkurflugvallar fyrir síðustu helgi. Miklar umferðartafir og það tók suma allt að klukkustund að yfirgefa Völlinn. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Myndin: Bílaröð í Aðalhliði Keflavíkurflugvallar fyrir síðustu helgi. Miklar umferðartafir og það tók suma allt að klukkustund að yfirgefa Völlinn. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson