Biðst lausnar sem settur landlæknir á Suðurnesjum
Lúðvík Ólafsson, lækningaforstjóri Heilsugæslu Reykjavíkur, hefur beðið um lausn frá störfum sem settur landlæknir á Suðurnesjum. Lúðvík var skipaður landlæknir á Suðurnesjum af heilbrigðisráðherra vegna tengsla Sigurðar Guðmundssonar landlæknis við Sigríði Snæbjörnsdóttur, hjúkrunarforstjóra á Suðurnesjum, en þau eru hjón.Styr hefur staðið um Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Lúðvík lagði til í byrjun vikunnar að Heilsugæsla Reykjavíkur tæki að sér stjórn stofnunarinnar og var tillagan lögð á borð ráðherra til umfjöllunar. Ráðherra mun gefa frá sér yfirlýsingu um málið í dag.