Biðst afsökunar
Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík, hefur beðist afsökunar á að hafa skráð eitt herbergi á heimili sínu til leigu fyrir ferðamenn á vefsíðunni Airbnb. Yfirlýsing þess efnis birtist á vef Grindavíkurbæjar.
Yfirlýsing vegna fréttaflutnings
Um miðjan ágúst síðastliðinn skráði ég eitt herbergi á heimili mínu til leigu fyrir ferðamenn á vefsíðunni Airbnb, eins og kom fram í fréttaflutningi Stundarinnar. Ég afskráði herbergið af síðunni 10. september síðastliðinn.
Þar sem ég hef afnot af húsi í eigu Grindavíkurbæjar, hefði ég átt að leita heimildar eigandans áður en ég skráði eignina á Airbnb. Það gerði ég ekki, sem voru mistök sem ég biðst innilega afsökunar á.
Virðingarfyllst
Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri