Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Biðraðir víkja fyrir númerakerfi í SpKef
Þriðjudagur 29. mars 2005 kl. 21:20

Biðraðir víkja fyrir númerakerfi í SpKef

Gagngerar breytingar hafa verið gerðar á afsgreiðslusal Sparisjóðsins í Keflavík. Stóra breytingin er sú að tekið hefur verið upp númerakerfi sem er notað fyrir allar afgreiðslur, hvort sem er til gjaldkera, þjónustufulltrúa eða annarra. Samhliða þessari breytingu hafa gjaldkerastúkur fengið andlitslyftingu og eru þær nú fjórar talsins.

Nú þarf fólk ekki að standa í biðröð fyrir framan gjaldkera heldur tekur sér númer við afgreiðslutæki sem staðsett er í miðjum salnum og getur síðan fengið sér kaffi og sest niður þangað til þeirra númer birtist á skjáum í sal. Þjónustufulltrúar í sal er orðnir 8 talsins og nú geta viðskiptavinir tekið númer hjá sínum þjónustufulltrúa með því að þrýsta á mynd af honum á skjánum á afgreiðslutækinu eða beðið um næsta lausa þjónustufulltrúa. Þessi breyting mun einfalda aðgengi að þjónustufulltrúum svo um munar.

Jafnframt hefur skrifstofum og þjónustubásum fjölgað í afgreiðslunni í Keflavík og mun þessi nýja ásýnd auka þjónustustig Sparisjóðsins enn frekar.

Myndin: Úr afgreiðslu Sparisjóðsins í Keflavík í dag. Nú taka viðskiptavinir því rólega og bíða eftir því að vera kallaðir upp. VF-mynd: Þorgils Jónsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024