Samkaup hluthafafundur
Samkaup hluthafafundur

Fréttir

Biðlar til þjófa um gögn af hörðum diski
Mánudagur 8. ágúst 2005 kl. 14:35

Biðlar til þjófa um gögn af hörðum diski

Eigandi harða disksins sem var stolið í Sandgerði um helgina hafði samband við Víkurfréttir og vildi koma skilaboðum áleiðis til þeirra sem hafa diskinn undir höndum.

Á disknum eru myndir og önnur gögn sem eru eigendum mjög hjartfólgin, m.a. úr uppeldi barna þeirra og eru þau tilbúin til að sleppa öllum eftirmálum ef gögnunum verður skilað, með disknum eða á geisladiskum.

Viðkomandi getur sent skilaboð á Víkurfréttir í gegnum fréttaskot á www.vf.is, eða haft beint samband við Hlyn Pálsson í síma 421-6064 eða 866-9674.
Bílakjarninn
Bílakjarninn