Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Biðjast afsökunar á skólpflóði og ráðast í úrbætur
Laugardagur 26. nóvember 2011 kl. 14:25

Biðjast afsökunar á skólpflóði og ráðast í úrbætur

Í framhaldi af þeim alvarlegu vandamálum sem upp komu föstudaginn 11. nóv. sl. þegar fráveituæð í Garðbraut í Garði stíflaðist með þeim afleiðingum að skólp kom upp um niðurföll í húsi við Garðbraut, utan- og innanhúss, biður bæjarráð Garðs þá íbúa sem urðu fyrir óþægindum og tjóni vegna þessa óhapps afsökunar og mun allra leiða leitað til að slíkir hlutir endurtaki sig ekki. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs þar sem tekið var fyrir bréf Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Bæjarráð segir að til upplýsinga þá var haft samband við tryggingafélag bæjarins sem bætir tjón húseigandans og eins voru gerðar ráðstafanir til að hreinsa húsnæðið eftir óhappið og var það verk unnið af fagaðila.


Lagt er til að ljúka framkvæmdum við fráveitu frá Heiðarbraut að Skólabraut ekki síðar en í mars 2012. Þar sem flöskuhálsar í fráveitukerfinu hafa verið að valda stórfeldum vandræðum sem ekki er hægt að búa við. Með tengingu við nýja lögn er von um að ástandið komist í lag. Kostnaður vegna lokaáfanga verksins er áætlaður 5 milljónir króna.


Lögmanni bæjarins verður falið að tilkynna þessa samþykkt landeigendum og veita þeim tilskilin andmælarétt áður en framkvæmdir hefjast. Framkvæmdum við fráveitu skal lokið fyrir 15. mars 2012.


Byggingarfulltrúa er jafnframt falið að skoða aðrar úrbætur á fráveitukerfinu í samvinnu við Verkfræðistofu Suðurnesja. Úttekt og tillaga að endurbótum á fráveitukerfinu skal liggja fyrir í mars 2012.


Framkvæmdir HS-veitna við úrbætur á veitukerfi vatnsveitu eru samhliða framkvæmd við fráveitu í landi Gerða og líkur í mars 2012.

Kostnaður sem hlýst af þessari framkvæmd verði vísað til fjárhagsáætlunar 2012, en kostnaður við Fráveitu hefur verið greiddur úr Framtíðarsjóði.