Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bíða með björgun Auðuns
Laugardagur 6. júní 2009 kl. 13:26

Bíða með björgun Auðuns


Hafnsögubáturinn Auðunn liggur enn á hafsbotni í innsiglingunni til Sandgerðis en bátnum hvolfdi og hann sökk þegar unnið var að björgun togarans Sóleyjar Sigurjóns GK á fimmtudaginn.

Köfunarþjónustua Sigurðar annast björgun hafnsögubátsins og í samtali við Víkurfréttir sagði Sigurður Stefánsson kafari að nú væri beðið eftir búnaði erlendis frá sem ætti að nota við björgunaraðgerðir.

Auðunn stendur réttur á hafsbotni í jaðri innsiglingarinnar. Búið er að tryggja að olía leki ekki úr tönkum og þá er staðsetning bátsins þannig að hún á ekki að valda hættu fyrir sjófarendur í innsiglingunni.

Veðurhorfur eru góðar, þannig að menn hafa ekki af því áhyggjur að bíða með björgunaraðgerðir fram í næstu viku.



Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi þegar hafnsögubátnum hvolfdi í innsiglingunni. Mannbjörg varð en fjölmargir voru á grjótgarðinum við Sandgerðishöfn að fylgjast með björgunaraðgerðum og urðu vitni að slysinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024