Betri tíð og fyrsta loðnan komin til Grindavíkur

Á mánudag lönduðu 4 línubátar um 255 tonnum og var Geirfugl með um 73 tonn og voru um 60 tonn af því þorskur, þá landaði Oddgeir rúmum 20 tonnum eftir 2 daga á veiðum og Hafberg landaði um 18 tonnum sem fengust í net og var uppistaða aflans ufsi.
Fyrsta loðnan á þessari vertíð barst til Grindavíkur á mánudaginn en þá komu Oddeyrin og Áskell báðir með fullfermi samtals 1750 tonn og von er á Þorsteini EA með fullfermi.