Betri er krókur en kelda
Einn ökumaður var kærður fyrir akstur utanvega út við Reykjanesvita í dag. Hafði sá ætlað að stytta sér leið yfir opið svæði en sökk í blautan jarðveginn og þurfti að kalla til björgunarsveitina Þorbjörn frá Grindavík til að losa bifreiðina úr festunni.
Einn farþegi var handtekinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, á leið í flug, vegna ölvunar og óspekta. Hann svaf úr sér áfengisvímuna í fangaklefa.
Loftmynd/Oddgeir Karlsson