Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bestu fréttir vikunnar
Föstudagur 11. september 2009 kl. 13:31

Bestu fréttir vikunnar

„Ég er hoppandi kátur. Þetta eru bestu fréttir vikunnar,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis um þær fréttir að Norðurál hafi samið við þrjá erlenda banka um umsjón með fjármögnun Helguvíkurálvers Norðuráls.

Norðurál hefur samið við bankana BNP Paribas, Societe Generale og ING um umsjón með fjármögnun byggingar álversins í Helguvík. Bankarnir munu leiða verkefnafjármögnun vegna framkvæmdanna á alþjóðlegum lánamörkuðum.

„Ég horfi nú mjög björtum augum til þess að framkvæmdir í Helguvík fari nú á fullt skrið og að Suðurnes séu á leið upp úr öldudalnum. Sá dráttur sem orðið hefur á málum í Helguvík er óþolandi og Norðurálsmenn hafa þurft að fara mjög grýtta slóð.

Nú hefur hindrunum verið rutt úr vegi og uppbygginng hefur hafist fyrir alvöru. Það er það sem þarf fyrir atvinnulífið á Suðurnesjum og nú ættu margar vinnufúsar hendur að getað fengið atvinnu að nýju,“ sagði Kristján Gunnarsson, formaður VSFK í samtali við Víkurfréttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024



Mynd:
Horft yfir framkvæmdasvæðið í Helguvík. Innfelld mynd af Kristjáni Gunnarssyni.