Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Besti árangurinn skólanna frá upphafi
Myndarlegur hópur sem fékk viðurkenningu í gær. Myndasafn er væntanlegt á vef VF.
Fimmtudagur 20. desember 2012 kl. 10:50

Besti árangurinn skólanna frá upphafi

Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Gylfi Jón Gylfason fræðslustjóri Reykjanesbæjar, veittu í gær  nemendum Reykjanesbæjar árlega viðurkenningu fyrir góðan námsárangur á samræmdum könnunarprófum í 4., 7. og 10. bekk. Viðurkenningarnar hlutu þeir nemendur sem voru yfir 90 í raðeinkunn á landsmeðaltali. Í gær hlutu 93 nemendur viðurkenningu en mikið fjölmenni fylgdist með athöfninni.

Afhending viðurkenninganna fór fram við hátíðlega athöfn í Víkingaheimum 19. desember að viðstöddum fjölskyldum nemenda og skólafólki úr skólum Reykjanesbæjar. Í lokin var gestum svo boðið að þiggja kakó og piparkökur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Gylfi Jón Gylfason fræðslustjóri Reykjanesbæjar sagði í samtali við Víkurfréttir að í ár hefði náðst besti árangur skóla í Reykjanesbæ frá upphafi og kvaðst hann vera virkilega ánægður með það góða starf sem unnið er í skólum bæjarins.