Besti árangur skólanna í Garði og Sandgerði
Fyrstu niðurstöður á samræmdum prófum í Sandgerði og Garði í 10. bekk liggja fyrir. Árangur skólanna er sá besti sem þeir hafa heilt yfir náð frá upphafi.
	Sérstaka athygli vakti góður árangur skólanna í íslensku en Gerðaskóli var yfir landsmeðaltali í íslensku, og náði bestum árangri af skólum á þjónustusvæði fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar.
	
	Miklar framfarir voru hjá nemendum í Sandgerði og náði skólinn settum markmiðum sínum í 10. bekk. Þessi frétt er birt með fyrirvara um að endanlegar tölur hafa ekki enn borist frá Námsmatsstofnun.


 
	
				


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				