Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 15. mars 2000 kl. 16:36

Besta afkoma frá upphafi hjá Sparisjóðnum í Keflavík

Aðalfundur Sparisjóðsins var haldinn á þriðjudaginn fyrir fullu húsi í Stapa. Þar kom m.a. fram að Sparisjóðurinn í Keflavík skilaði á síðasta ári hæstu arðsemi eiginfjár í samanburði við þá banka og sparisjóði sem birt hafa afkomutölur. Nýtt merki Sparisjóðsins var einnig kynnt á fundinum og var almenn ánægja með merkið. Geirmundur Kristinsson sparisjóðsstjóri sagði að árið 1999 hefði skilað bestu rekstrarafkomu Sparisjóðsins frá upphafi. Hagnaður varð 148,9 milljónir eftir skatta og framlag til afskriftareiknings, samanborið við 80,3 milljónir á árinu áður. Arðsemi eiginfjár var 24,5% en var 16,0% á árinu 1998. Samþykkt var tillaga um 10% arðgreiðslu til stofnfjáraðila, auk þess var stofnfé endurmetið um 5%. Tillögu um aukningu stofnfjár var frestað. Geirmundur ræddi sérstaklega mögulega hlutafjárvæðingu Sparisjóðanna eða breytt rekstrarfyrirkomulag. Hugmyndin fékk jákvæðar undirtektir og var það mál fundarmanna að Sparisjóðurinn í Keflavík hefði frumkvæði að opinni umræðu um breytingar á rekstrarfyrirkomulagi Sparisjóðanna. Stofnfjáraðilar Sparisjóðsins í Keflavík eru nú tæplega 500.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024