Bernhard lokar í Reykjanesbæ
Bernhard hefur lokað í Reykjanesbæ og tilkynnir viðskiptavinum sínum að starfsemin hafi verið flutt til Reykjavíkur.
„Við afsökum ónæðið sem þessi flutningur getur valdið, en gerum okkar besta til að halda áfram að veita góða þjónustu,“ segir á tilkynningu sem límd er í glugga þar sem fyrirtækið var áður með starfsemi við Njarðarbraut á Fitjum.