Berlusconi var töffari með hvítan trefil
Silvio Berlusconi, forsætis- og utanríkisráðherra Ítalíu hafði stutta viðkomu við Leifsstöð síðdegis í gær á leið sinni til Ítalíu eftir vorfund NATO í Reykjavík. Milljónamæringurinn Berlusconi kom fljúgandi í þyrlu Landhelgisgæzlunnar, TF-SIF, á kostnað íslensku þjóðarinnar!Silvio Berlusconi, forsætis- og utanríkisráðherra Ítalíu, og Davíð Oddsson forsætisráðherra hittust á Þingvöllum í gærdag þar sem þeir snæddu saman hádegisverð. Frá Þingvöllum flaug þyrla Gæzlunnar þeim á Gullfoss og Geysi. Þrátt fyrir milljarðaeign Silvio Berlusconi, þá borgaði íslenska þjóðin brúsann. Kannski að íslendingar á ferð um Ítalíu fái frímiða á leiki AC Milan í staðinn, en Berlusconi mun eiga liðið og meira til.
Það er af Berlusconi að segja að hann var sannkallaður töffari þar sem hann arkaði eftir flughlaðinu við Leifsstöð (í Sandgerði) með hvítan trefil umvafinn öryggisvörðum í svörtum leðurjökkum og með sólgleraugu.
Rétt áður en kappinn fór um borð í Airbus A319 farkost sinn veifaði hann til ljósmyndara Víkurfrétta, svona rétt til að kasta kveðju á klakann!
Það er af Berlusconi að segja að hann var sannkallaður töffari þar sem hann arkaði eftir flughlaðinu við Leifsstöð (í Sandgerði) með hvítan trefil umvafinn öryggisvörðum í svörtum leðurjökkum og með sólgleraugu.
Rétt áður en kappinn fór um borð í Airbus A319 farkost sinn veifaði hann til ljósmyndara Víkurfrétta, svona rétt til að kasta kveðju á klakann!