Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bergrún Dögg sigurvegari í Stóru upplestrarkeppninni
Fimmtudagur 3. mars 2016 kl. 12:09

Bergrún Dögg sigurvegari í Stóru upplestrarkeppninni

Bergrún Dögg Bjarnadóttir nemandi í Myllubakkaskóla lenti í fyrsta sæti á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í grunnskólum Reykjanesbæjar og Sandgerðis sem fram fór í sal grunnskóla Sandgerðis í gær. Haflína Maja Guðnadóttir Háaleitisskóla lenti í öðru sæti og Gabríel Aron Smárason grunnskóla Sandgerðis í því þriðja.

Það var flottur hópur nemenda úr grunnskólum Reykjanesbæjar og Sandgerðis sem las á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í gær. Höfundur keppninnar í ár var Bryndís Bjarnadóttir, en lesið var úr verðlaunabók hennar Flugan sem stöðvaði stríðið. Ljóðskáld keppninnar var Guðmundur Böðvarsson og gátu keppendur valið úr 10 ljóðum Guðmundar. Að auki lásu keppendur ljóð að eigin valin. Þar talaði formaður dómnefndar, Hrönn Bergþórsdóttir um góðan flutning Urðar Unnardóttur, nema í Heiðarskóla og eins af keppendum.

Þetta er í 20. sinn sem Stóra upplestrarkeppnin er haldin en kjörorð hennar eru:
Vöndum flutning og framburð íslensks máls. Lærum að njóta þess að flytja móðurmál okkar, sjálfum okkur og öðrum til ánægju. Berum virðingu fyrir móðurmálinu, sjálfum okkur og öðrum. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Meðfylgjandi myndir tók Sigurbjörg Róbertsdóttir skólastjóri Akurskóla en frá þessu er greint á vefsíðu Reykjanesbæjar.