Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bergásballið haldið 1. maí
Miðvikudagur 25. febrúar 2004 kl. 14:56

Bergásballið haldið 1. maí

Ný sjónvarpsstöð er í burðarliðnum á Suðurnesjum. Fyrirtækið Kapalvæðing stendur að nýju sjónvarpsstöðinni ásamt fleiri aðilum á Suðurnesjum. Samkvæmt heimildum Svart og Sykurlaust eru það Jóhann Friðrik Friðriksson, Oddgeir Garðarsson verslunarmaður og vídeókóngur  í Nú-ung og einn aðili til viðbótar sem ekki er vitað hver er. Í ljósi hins umdeilda fjölmiðlafrumvarps hljóta spurningar að vakna um hvort einhver þessara aðila hafi markaðsráðandi stöðu í ótengdum rekstri. Það hlýtur því að verða skoðað hvort stofnun þessarar nýju sjónvarpsstöðvar verði skoðuð með hliðsjón af fjölmiðlafrumvarpinu. Svart & Sykurlaust mun fylgjast með málinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024