Bera 10 tonn af kjötmjöli á Hólmsvöll
Bera á svæði sem eru snauð á næringu og lífrænum efnum
Til stendur að bera um 10 tonn af kjötmjöli á Hólmsvöll í Leiru næstu daga. Kjötmjölið kom í dag og fara næstu dagar í það að bera það á svæði á vellinum sem eru snauð af næringu og lífrænum efnum. Þetta eru svæði á eftirfarandi holum: 1-2-9-11-15-17-18.
Það er von vallarnefndar að þetta svæði taki vel við mjölinu og bæti jarðveg á svæðinu í framtíðinni. Þetta er fyrsti áfangi í því að bæta jarðveg á þessu svæði en í sumar verður farið í það að sanda brautir á þessu svæði.
Vonir standa til að þetta bæti gæði vallarins og hver veit nema að Hólmsvöllur í Leiru verði í sínu besta formi þegar nær dregur sumri.
Dreift verður kjötmjöli á það svæði sem er fyrir innan svörtu línuna.