Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Benedikt búálfur kl. 12:00
Sunnudagur 3. maí 2020 kl. 11:43

Benedikt búálfur kl. 12:00

Undanfarnar vikur hafa Leikfélag Keflavíkur og Víkurfréttir staðið saman að netleikhúsi á Facebook-síðu Víkurfrétta og sýnt nokkrar leiksýningar sem leikfélagið hefur sett upp í gegnum árin. Hefur þetta verið gert til þess að stytta fólki stundir á skrítnum tímum.

Leikfélagið var í miðju sýningarferli á fjölskyldusöngleiknum Benedikt búálfi þegar samkomubannið skall á og hætta þurfti sýningum. Barna- og fjölskyldusýningar hafa alltaf slegið í gegn hjá leikfélaginu og því var þetta ákveðinn skellur fyrir rekstur félagsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Félagsmönnum langar að halda áfram að gleðja bæjarbúa, stóra sem smáa og ætla því að streyma Benedikt búálf á Facebook. Benedikt búálfur var, eins og áður sagði, vorsýning 2020 í leikstjórn Ingridar Jónsdóttur. Höfundur verksins er Ólafur Gunnar Guðlaugsson og tónlistina samdi Þorvaldur Bjarni.

Þetta samkomubann kom auðvitað illa niður á félaginu sem eðli mála samkvæmt lifir nánast á miðasölu og ljóst að eitthvert verður tapið. Því hefur verið tekin sú ákvörðun í samstarfi við VF að sýna þessa sýningu og opna um leið fyrir innlegg á styrktarreikning þar sem bæjarbúar geta lagt inn valfrjálsa upphæð um leið og þeir njóta áfram leiksýninga frá okkar frábæra leikfélagi. Þetta er auðvitað gert til þess að koma megi til móts við það fjárhagslega tjón sem félagið hefur orðið fyrir og til þess að hægt sé að halda áfram frábæru starfi að ástandi loknu. Reikningsnúmer: 0121-26-000609, kennitala: 420269-7149.

Leikfélag Keflavíkur vonar að þið njótið sýningarinnar og hlakkar til að taka upp þráðinn að nýju, vonandi í haust. Með fyrirfram þökk fyrir stuðninginn.