Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Beltin björguðu
Mánudagur 9. apríl 2007 kl. 10:05

Beltin björguðu

Tilkynnt var um umferðaróhapp á Reykjanesbraut snemma í morgun. Þar hafði bifreið verið ekið yfir á öfugan vegarhelming og á aðra bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Bifreiðarnar skemmdust mikið og voru fluttar með kranabifreið af vettvangi. Ökumaður annarar bifreiðarinnar var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar hjá lækni. Segir í dagbók lögreglu að óhætt sé að fullyrða að bílbelti björguðu því að ekki fór verr.

Tveir ökumenn voru kærðir fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu í nótt og fjórir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut. Sá er hraðast ók mældist á 126 km/klst þar sem hámarkshraði er 90 km/klst.

 

Mynd úr safni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024