Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 27. mars 2002 kl. 23:22

Beita þurfti klippum í hörðum árekstri

Þrír voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir harðan árekstur á mótum Reykjanesbrautar og Aðalgötu í Keflavík laust fyrir kl. hálf tvö í dag. Einn þeirra var síðar fluttur á Landspítala-háskólasjúkrahús til frekari aðhlynningar.Hinir tveir hlutu minniháttar meiðsl. Áreksturinn varð milli fólksbifreiðar og fólksflutningabifreiðar. Beita þurfti klippum til að ná ökumanni fólksbifreiðarinnar úr flakinu, að sögn Sigmundar Eyþórssonar slökkviliðsstjóra í Keflavík.


Myndin úr safni og tengist ekki slysinu í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024