Beita risastórum „dósaopnara“ við Njarðvíkurhöfn
Nú er unnið að því að rífa umdeilda tanka við Njarðvíkurhöfn. Reykjaneshöfn hefur eignast tankana og sl. föstudag mætti Hringrás á staðinn með örugglega einn stærsta „dósaopnara“ landsins og hóf að klippa niður tankana.
Að sögn Péturs Jóhannssonar náðist samkomulag við fyrrum eigendur tankanna og greiddi höfnin m.a. fyrir þá með lóð í Helguvík. Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja var að fara að hefja aðgerðir á staðnum en áralöng deilda um tankana ætti nú að vera á enda og umhverfið við höfnina ætti að taka á sig aðra mynd.
Meðfylgjandi mynd var tekin við þetta tækifæri.
VF-Hilmar Bragi
Að sögn Péturs Jóhannssonar náðist samkomulag við fyrrum eigendur tankanna og greiddi höfnin m.a. fyrir þá með lóð í Helguvík. Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja var að fara að hefja aðgerðir á staðnum en áralöng deilda um tankana ætti nú að vera á enda og umhverfið við höfnina ætti að taka á sig aðra mynd.
Meðfylgjandi mynd var tekin við þetta tækifæri.
VF-Hilmar Bragi