Beint flug til Bremen
Vegna frábærrar aðsóknar í fyrra mun þýska flugfélagið Germania bjóða aftur, líkt og síðasta sumar, upp á beint flug frá Keflavík til Bremen, næst stærstu borgar Norður-Þýskalands. Frá miðjum júní og fram í miðjan október mun Germania fljúga tvisvar í viku til Bremen. Flugtímabilið núna í ár gefur möguleika á hausthelgarferðum til borgarinnar.
Í september og október er ennþá milt í veðri í Bremen og ótal hátíðir af ýmsum toga fara fram í borginni á þessum tíma.