BEIN ÚTSENDING: Íbúaþróun - málþing í Hljómahöll
Málþing um þróun íbúabyggðar á Suðurnesjum hófst í Hljómahöll kl.12.30. Það er svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja sem boðar til málþingsins þar sem fjallað verður um vöxt á Suðurnesjum í bráð og lengd. Spurt verður spurninga eins og hver sé framtíðarsýn sveitarfélaganna um vöxt og fólksfjölgun á svæðinu til skemmri og lengri tíma og eins til hvaða aðgerða þurfa sveitarfélögin og ríkið að grípa. BEIN ÚTSENDING er frá íbúaþinginu á Facebook-síðu VF.
Til málþingsins er boðið fulltrúum þeirra stjórnvalda, fyrirtækja og félaga sem gegna lykilhlutverki við ákvarðanatöku um skipulag og þróun íbúðabyggðar á Suðurnesjum. Málþingið er sambland af myndbandsinnslögum og erindum sérfræðinga.