Bein leið opnar kosningaskrifstofu
– fjölmenni við opnunina
Mikið fjölmenni var við opnun kosingaskrifstofu Beinnar Leiðar sl. laugardag. Boðið var upp á veglega dagskrá í tilefni dagsins. Guðbrandur Einarsson stýrði dagskrá og fluttu Annna Lóa Ólafsdóttir og Una María Unnarsdóttir frambjóðendur Beinnar leiðar ávörp. Boðið var upp á tónlistaratriði en þau voru í höndum Sigríðar Guðbrandsdóttur, Höllu Karenar Guðjónsdóttur (Eva appelsína) og Sólmundar Friðrikssonar.
Kosningaskrifstofa Beinnar leiðar er til húsa að Hafnargötu 23 og þar verður opið daglega fram að kjördegi. Allir framkvæmdastjórar Reykjanesbæjar munu heimsækja Beina leið og verður fyrsti fundur með framkvæmdastjóra haldinn þriðjudaginn 6. maí kl. 20:00 en þá mun Guðlaugur Sigurjónsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og skipulagssviðs fjalla um mál tengd sínu sviði. Fundirnir eru öllum opnir. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá fram að kjördegi. Fylgist með á https://www.facebook.com/beinleid. Einnig er hægt að kynna sér framboðið nánar inn á www.beinleid.is