Beiðni eiganda kísilversins hafnað
	Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur hafnað beiðni Verkís ehf. sem fyrir hönd Stakksbergs ehf. óskaði eftir að skipulags- og matslýsing fyrir kísilver Stakksbergs í Helguvík verði tekin til meðferðar. Þetta er niðurstaða ráðsins frá því í morgun.
	Jafnframt var óskað eftir heimild til að vinna deiliskipulagsbreytingu í samræmi við ofangreinda skipulags og matslýsingu. Því var einnig hafnað.
				
	
				

 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				