Beið í 3 klukkutíma eftir að komast að landgangi
 Flugvél beið í 3 klukkutíma eftir að komast að landgangi á Keflavíkurflugvelli í morgun. Sökum veðurs komst vélin ekki að landgangi en vindhraði var um 65 hnútar á klukkustund að því er fram kemur á mbl.is í dag.
Flugvél beið í 3 klukkutíma eftir að komast að landgangi á Keflavíkurflugvelli í morgun. Sökum veðurs komst vélin ekki að landgangi en vindhraði var um 65 hnútar á klukkustund að því er fram kemur á mbl.is í dag. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli má ekki hreyfa landgang ef vindhraði er meiri en 50 hnútar á klukkustund. Lögreglan sagði jafnfram að engin vél hafi getað farið frá Keflavíkurflugvelli á milli kl. 7 og 9 í morgun vegna veðurs. Þær vélar sem töfðust hafa þó komist af stað því veður hefur lægt frá því sem var í morgun.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				