Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Beðið eftir stálpípuverksmiðju
Mánudagur 22. ágúst 2005 kl. 14:38

Beðið eftir stálpípuverksmiðju

Stálpípuverksmiðjan í Helguvík virðist ekki enn í sjónmáli. Frestur fyrirtækisins til að hefja uppbyggingu rann út um síðustu mánaðamót. Enn á þó að reyna til hlítar. Greint var frá þessu í fréttum Bylgjunnar.

Forstjóri fyrirtækisins International Pipe and tubes er væntanlegur til landsins um mánaðarmótin þar sem hann mun ræða stöðuna við bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ. Rúm þrjú ár eru liðin frá því skrifað var undir samninga um byggingu verksmiðjunnar í Helguvík og hefur forstjórinn frá upphafi verið bjartsýnn á að fjármögnun tækist. Það hefur þó dregist mikið og eru Suðurnesjamenn orðnir svartsýnir á að verksmiðjan rísi nokkurn tíma.

Grunnur lóðar stálpípuverksmiðjunnar í Helguvík var tilbúinn fyrir rúmu ári og gerðu fyrstu áætlanir ráð fyrir að framkvæmdir hæfust þá þegar. Ennþá eru framkvæmdir ekki hafnar á lóðinni og vinnur fyrirtækið enn að fjármögnun.

Pétur Jóhannsson, hafnarstjóri Reykjanesbæjar, segir að vonandi verði verksmiðjan reist en. Verði niðurstaðan neikvæð þá reiknar hann með að svæðið nýtist annarri uppbyggingu á svæðinu.

VF-mynd úr safni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024