Beðið eftir lögum Össurar
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur verið tekin ákvörðun um að ekkert verði hreyft við eignarhlut Orkuveitu Reykjavíkur í Hitaveitu Suðurnesja fyrr en lög Össurar Skarphéðinssonar, iðnaðarráðherra, sem eiga að tryggja að náttúruauðlindir séu í almannaeigu, liggja fyrir. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur umboð borgarráðs til að leiða viðræður ríkis, sveitarfélaga og meðeigenda í HS um framtíð fyrirtækisins, og hefjast þær í næstu viku. Auðlindalög Össurar verða þar höfð í forgrunni. Vísir.is greinir frá þessu í morgun.