Beðið eftir flóði á strandstað
Lítill bátur strandaði á flösinni við Garðskagavita í morgun Einn maður er um borð og sakaði hann ekki. Veður er gott á strandstað og ekki er talin nein sérstök hætta á ferðum. Ekki mun hafa komið leki að bátnum en hann situr litlu sandrifi, sem þykir lán í óláni en grýtt fjara er allt í kring. Nokkur þyngsli eru á bátnum þar sem fimm tonn af fiski eru um borð en báturinn var að koma úr róðri.
Björgunarsveitir frá Garði og Sandgerði bíða átekta á vettvangi en beðið er eftir hádegisflóði. Mun þá væntanlega koma í ljós hvort báturinn kemst á flot án aðstoðar eða hvort björgunarmenn þurfi að grípa inní.
MYND: Björgunarsveitarmenn frá Garði fóru á rússneskum Ural trukk út í flösina í morgun til að vera til taks. Stórgrýtt fjaran reyndist ekki mikil fyristaða fyrir rússann.
VF-mynd: Ellert Grétarsson.