Baunalaust í Keflavík!
Það er orðið baunalaust í Keflavík. Fólk fer á milli verslana en grípur í tómt og hverrgi er baunir að hafa með saltkjötinu, segir fólkið. Að þessu komst blaðamaður Víkurfrétta í einni af matvöruverslunum bæjarins í kvöld. Það er hins vegar til nóg af fallegu saltkjöti.Margir leggja baunirnar í bleyti yfir nótt. Þeir verða að sætta sig við að halda baunaleitinni áfram í fyrramálið og vonandi að verslunarstjórar geti grafið upp einhverjar pakkningar með baununum góðu.
Ekki getum við sungið „Saltkjöt og engar baunir, túkall!“ eða hvað?
Ekki getum við sungið „Saltkjöt og engar baunir, túkall!“ eða hvað?