Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fimmtudagur 19. júlí 2001 kl. 10:37

Báturinn styttur í fyrra

Margvíslegar lagfæringar og endurbætur voru gerðar í Póllandi vorið 2000 á Unu í Garði, sem fórst skyndilega í góðu veðri aðfaranótt þriðjudags á Skagafirði. visir.is greindi frá.
Skipið var þá stytt um tvo og hálfan metra og meðal endurbóta var það slegið út að aftan og búin til skutrenna og perustefni komið fyrir. Þá var lestargólfi breytt og aðlagað fiskikörum.
Skipið var upphaflega smíðað 1972 en svo lengt um tvö þilför 1974 en stytt á ný, eins og fyrr sagði.
Rannsóknanefnd sjóslysa vinnur nú að rannsókn málsins og hefur hún fengið öll gögn hjá Siglingamálastofnun, að sögn Hermanns Guðjónssonar, siglingamálastjóra. Hermann vísaði fyrirspurnum á rannsóknanefndina en sagði að allir pappírar og haffærnisskírteini hefðu verið í lagi.
Einnig er unnið að rannsókn sjóslyssins hjá sýslumanni í Keflavík þar sem skipverjar voru í skýrslutökum í gær. Talsmaður embættisins sagði að sjópróf færu fram innan skamms.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024