Báturinn senn á þurrt
Unnið er að björgun skemmtibáts sem sökk í Gróf um helgina. Kafari er á staðnum og unnið er að koma bátunum á land. Ekki er enn vitað hvað olli því að báturinn sökk en hann var sjósettur þann 15. júní og sökk um helgina.
Búið er að lyfta bátunum af hafnarbotninum en næsta skref er að koma honum að dráttarbrautinni og setja hann í kerru svo unnt sé að skoða hann nánar.
[email protected]