Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Báturinn kominn í tog
Miðvikudagur 15. ágúst 2012 kl. 15:47

Báturinn kominn í tog

Björgunarskipið Oddur V. Gíslason er nú kominn með bát, sem varð vélarvana við Eldey fyrr í dag, í tog og stefnir til hafnar í Grindavík

Björgunarskipið Oddur V. Gíslason er nú kominn með bát, sem varð vélarvana við Eldey fyrr í dag, í tog og stefnir til hafnar í Grindavík. Á meðan björgunarskipið var á leið á staðinn rak bátinn fjær landi og þarf því að draga hann um 19 sjómílna leið.

Ferðin sækist hægt enda er báturinn með veiðarfærin í eftirdragi og er ráðgert að skipin verði komin til hafnar eftir miðnætti. Veður er gott á svæðinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

 

Tengd frétt: Vélarvana skip með 7 manns við Eldey