Bátur vélarvana út af Sandgerði
Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein frá Sandgerði er á leiðinni til aðstoðar við 150 tonna togbát sem er vélarvana suður af Reykjanesi, undan svonefndum Hæl. Báturinn er búinn að vera vélarvana frá því í nótt en í morgun bað hann aðstoðar björgunarskips til að láta draga sig til hafnar, að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Norðvestan bræla er á þessum slóðum núna og reiknuðu björgunarsveitarmenn um borð í Hannesi að togbáturinn yrði dreginn til hafnar í Grindavík en áætlað að það taki 6-7 klukkustundir að komast þangað, en frá þessu var greint á mbl.is.
Myndin: Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein. Úr myndasafni VF.is.