Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 31. janúar 2001 kl. 07:21

Bátur strandar við Sandgerði í nótt

Björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði bjargaði línubátnum Sigtryggi IS af strandstað í innsiglingunni til Sandgerðis í morgun og kom bátnum til hafnar. Mikill sjór var kominn í bátinn og var hann nær sokkinn þegar komð var með hann að bryggju.Slökkvilið Sandgerðis var fengið til að dæla úr bátnum. Ekki fengust um það upplýsingar hvað hafi valdið strandinu í morgun. Báturinn, sem er frambyggður plastbátur hefur skemmst eitthvað og verður hífður upp á bryggju í Sandgerði nú í morgunsárið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024