Bátur í nauð út af Sandvík
Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir í Grindavík og Sandgerði voru kallaðar út vegna báts í hafnauð út af Reykjanestá fyrir skömmu.
Um er að ræða 30 tonna bát sem er vélarvana um 1 mílu út og rekur að landi. Björgunarsveitin Suðurnes hefur kallað út allt tiltækt lið og Lögreglan í Keflavík hefur einnig verið kölluð út. Unnið er að björgunaraðgerðum.
Mynd úr safni