Báts leitað á Faxaflóa
Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá Reykjavík, Rifi og Sandgerði voru kölluð út um kl.6 í morgun ásamt þyrlu LHG til leitar að Sómabátnum Katrínu GK 17 sem fór frá Reykjavík klukkan sjö í gærkvöldi áleiðis til Grundarfjarðar.Þegar báturinn fór frá Reykjavík tilkynnti hann sig inn til Tilkynningarskyldunnar í gegnum síma og átti að vera í sambandi við Tilkynningarskylduna aftur um kvöldið. Þegar báturinn tilkynnti sig ekki inn um kvöldið og ekki náðist samband við hann hófu björgunarsveitir eftirgrennslan í höfnum á Snæfellsnesi, höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi.
Þegar sú leit bar ekki árangur í nótt var ákveðið að hefja allsherjar leit á Faxaflóa kl.6 í morgun. Björgunarskipin Ásgrímur S. Björnsson frá Reykjavík, Hannes Þ. Hafstein frá Sandgerði og Björg frá Rifi fóru þá til leitar ásamt þyrlu LHG.
Einnig leita björgunarsveitir af vestanverðu Snæfellsnesi strandlengjuna frá Grundarfirði til Ólafsvíkur. 50 björgunarsveitarmenn eru við leit núna.
Um borð í Katrín GK eru 2-3 menn sem höfðu tekið bátinn á leigu í gær og höfðu ætlað á sjóstöng og skotveiðar um helgina.
Sjálfvirk tilkynningarskylda er um borð í bátnum en hún er biluð þannig að tilkynna þarf sig inn til Tilkynningarskyldunnar í gegnum síma eða talstöð.
Veður á Faxaflóa í nótt hefur verið ágætt, hæg suðlæg átt, 3-8 m/sek, skýjað og súld.
Allir þeir sem geta gefið einhverjar upplýsingar um ferðir Katrínar GK eru beðnir að hafa samband við Tilkynningarskyldu íslenskra skipa. Katrín GK er af tegundinni Sómi 860 hvítur að lit með rauðu skyggni. Á bátnum stendur stórum stöfum Katrín.
Þegar sú leit bar ekki árangur í nótt var ákveðið að hefja allsherjar leit á Faxaflóa kl.6 í morgun. Björgunarskipin Ásgrímur S. Björnsson frá Reykjavík, Hannes Þ. Hafstein frá Sandgerði og Björg frá Rifi fóru þá til leitar ásamt þyrlu LHG.
Einnig leita björgunarsveitir af vestanverðu Snæfellsnesi strandlengjuna frá Grundarfirði til Ólafsvíkur. 50 björgunarsveitarmenn eru við leit núna.
Um borð í Katrín GK eru 2-3 menn sem höfðu tekið bátinn á leigu í gær og höfðu ætlað á sjóstöng og skotveiðar um helgina.
Sjálfvirk tilkynningarskylda er um borð í bátnum en hún er biluð þannig að tilkynna þarf sig inn til Tilkynningarskyldunnar í gegnum síma eða talstöð.
Veður á Faxaflóa í nótt hefur verið ágætt, hæg suðlæg átt, 3-8 m/sek, skýjað og súld.
Allir þeir sem geta gefið einhverjar upplýsingar um ferðir Katrínar GK eru beðnir að hafa samband við Tilkynningarskyldu íslenskra skipa. Katrín GK er af tegundinni Sómi 860 hvítur að lit með rauðu skyggni. Á bátnum stendur stórum stöfum Katrín.