Bátasafninu færðar gjafir
Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í Reykjanesbæ með dagskrá á Bátasafninu í Duushúsum. Eftir ávörp og tónlistaratriði gafst gestum kostur á að skoða þær þrjár sýningar sem voru í gangi þennan dag en þær voru allar helgaðar sjómennskunni á einhvern hátt. Sjómannadagurinn var síðasti dagur sýningarinnar Saga síldveiða við Ísland og notaði fjölda gesta tækifærið og skoðaði sýningarnar.
Þrír höfðingjar notuðu tækifærið og færðu safninu góðar gjafir, bátalíkön og sögur af skipum í formi mynda og texta. Örn Erlingsson útgerðarmaður og skipstjóri gaf kínverskt líkan af Guðrúnu Gísladóttir KE 15 og myndasögu í ramma af þeim breytingum sem Örn KE 13 hefur gengist undir. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson útgerðarmaður og skipstjóri gaf líkan af Happasæl KE 94 sem listamaðurinn Grímur Karlsson smíðaði á sínum tíma. En eins og menn vita stendur Bátafélagið nú fyrir söfnun á bátalíkönum og hefur sett sér það markmið að ná a.m.k. 100 líkönum í safnið. Og að síðustu færði Ólafur Björnsson fyrrverandi útgerðarmaður safninu að gjöf geisladisk með sögu Baldurs KE 97 frá upphafi til enda.
Menningarfulltrúi þakkaði höfðinglegar gjafir fyrir hönd bæjarins en vildi jafnframt koma á framfæri sérstöku þakklæti til Bátafélagsmanna sem ávallt eru vakandi og sofandi yfir hagsmunum Bátasafnsins og um leið óþreytandi við að halda merki sjómennskunnar á lofti.
Kemur þetta fram á vef Reykjaesbæjar
Þrír höfðingjar notuðu tækifærið og færðu safninu góðar gjafir, bátalíkön og sögur af skipum í formi mynda og texta. Örn Erlingsson útgerðarmaður og skipstjóri gaf kínverskt líkan af Guðrúnu Gísladóttir KE 15 og myndasögu í ramma af þeim breytingum sem Örn KE 13 hefur gengist undir. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson útgerðarmaður og skipstjóri gaf líkan af Happasæl KE 94 sem listamaðurinn Grímur Karlsson smíðaði á sínum tíma. En eins og menn vita stendur Bátafélagið nú fyrir söfnun á bátalíkönum og hefur sett sér það markmið að ná a.m.k. 100 líkönum í safnið. Og að síðustu færði Ólafur Björnsson fyrrverandi útgerðarmaður safninu að gjöf geisladisk með sögu Baldurs KE 97 frá upphafi til enda.
Menningarfulltrúi þakkaði höfðinglegar gjafir fyrir hönd bæjarins en vildi jafnframt koma á framfæri sérstöku þakklæti til Bátafélagsmanna sem ávallt eru vakandi og sofandi yfir hagsmunum Bátasafnsins og um leið óþreytandi við að halda merki sjómennskunnar á lofti.
Kemur þetta fram á vef Reykjaesbæjar