Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bátar við og á bryggju!
Föstudagur 19. september 2003 kl. 16:12

Bátar við og á bryggju!

Njarðvíkurhöfn hefur fengið það hlutskipti að geyma gömul skip svo mánuðum og árum skiptir og hefur Suðurgarður Njarðvíkurhafnar oft verið kallaður dauðadeildin. Þangað koma einnig bátar sem hafa styttri viðdvöl, svona rétt til að láta dytta að smáhlutum um borð eða til að fá málningu á skrokkinn. Þegar meðfylgjandi mynd var tekin mátti sjá Ósk KE bundna við bryggju, prýdda Keflavíkur-merkinu en uppi á bryggjunni voru menn að mála bát af þeirri tegund sem hefur fengið að víkja fyrir nútímalegri plastbátum. Ábyggilega mikil happafleyta sem komið hefur með mikil verðmæti að landi í gegnum tíðina.

VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024