Bátar kallaðir út við Voga á Vatnsleysuströnd
Þegar klukkuna var 20 mínútur yfir níu í kvöld voru björgunarsveitir í Vogum og Reykjanesbæ kallaðar út eftir að tilkynning barst frá íbúa í Vogum um hlut sem sést hafði í sjónum um 300 metra frá landi.
Um fimmtán mínútum síðar var björgunarbátur komin á vettvang til leitar og stuttu síðar fann áhöfnin tómt fiskikar fljótandi. Tveir björgunarbátar leita nú af sér allan grun á svæðinu í kringum Voga, segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.