Mánudagur 10. febrúar 2003 kl. 08:47
Bátaeigendur við öllu búnir
Bátaeigendur eru við öllu búnir vegna veðurspárinnar og hafa bundið báta sína vel við bryggju. Í Sandgerði liggur Örn KE-14 við bryggju og hafa nokkrir spottar verið settir í bryggjupollann. Í vondum veðrum hafa bátar losnað frá bryggju í Sandgerði og er því mikilvægt að tryggja bátana vel.