Báru sjúkling 3 kílómetra
Björgunarsveitarmenn úr Þorbirni í Grindavík báru í gærkvöldi sjúkling 3 kílómetra á sjúkrabörum eftir að hafa bjargað honum úr erfiðum aðstæðum. Þetta var hluti af æfingu sveitarinnar í gærkvöldi, en hjá Þorbirni er lögð mikil áhersla á að mannskapurinn sé í góðri þjálfun og í stakk búinn að takast á við erfið og krefjandi verkefni. Meðfylgjandi mynd tók Tobías Sveinbjörnsson á æfingunni en þar er verið að taka sjúklniginn af bretti og setja yfir á börur.