Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 12. mars 2004 kl. 20:23

Barnslát: Nálaför frá seinni meðferð

Settur landlæknir í máli barns sem lést eftir fæðingu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, hefur skilað viðbót við álitsgerð sína þar sem segir að nálaför á höfði barnsins hafi verið eftir meðferð á Landspítala en ekki eftir meðferð læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Álitsgerðin hafði verið gagnrýnd áður og því svarar settur landlæknir í yfirlýsingu í dagblöðum í dag.
Jón Hilmar Alfreðsson, settur landlæknir í málinu, vildi ekki tjá sig þegar Fréttastofa Útvarpsins leitaði til hans. Hann sagði afstöðu sína koma fram í yfirlýsingu sem birtist í dagblöðunum í dag. Hann segir umfjöllun af sinni hálfu í fjölmiðlum lokið og gagnrýni verði svarað á réttum vettvangi. Í yfirlýsingunni segir að hann sé bundinn þagnareiði og geti því ekki svarað gagnrýni á álitsgerðina. Enn fremur að erfitt sé að láta ósvarað dylgjum um óheiðarleika og hlutdrægni. Þá segir að lögmanninum hefði verið í lófa lagið að fá munnlegt svar um nálaförin á höfði barnsins ef honum lá svo lífið á.
Dögg Pálsdóttir, lögfræðingur foreldra barnsins, undrast mjög framgöngu setts landlæknis í málinu. Hún sé utanaðkomandi aðili sem beiti sér fyrir foreldrana:
Hún er heldur ekki sátt við álitsgerðina og viðbótina sem hún segir ekki uppfylla lagaákvæði og vísar í 18. grein a í læknalögunum. Í viðbótinni segir að landlæknir taki ákvörðun um frekari aðgerðir í framhaldi af aðfinnslum sem er að finna í álitsgerðinni.
Lögreglan í Keflavík stýrir lögreglurannsókn sem nú er beðið eftir, eftir að foreldrar barnsins kærðu Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Því er skýrslu að vænta en yfirheyrslum á öllum þeim sem hluta eiga að máli lýkur í næstu viku. Ríkisútvarpið greinir frá þessu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024